sunnudagur, júní 6

Góðan dag, er bloggið mitt búið að liggja niðri?
Helgin er afstaðin og var það helgi nr.2 á Mojito og verð ég bar að segja að það gekk nokkuð vel..var að vísu hlaupandi um Lækjargötuna leitandi að lime og myntu en hvað um það, helgin gekk og bara frekar vel. Ætli það hafi ekki verið afgreiddir yfir 700 mojitos yfir helgina...
Ég heimsótti pabba síðasta fimmtudag og það var frekar merkilegt af svo má að orði komast. Hann var ekki í röndóttum búningi eins og í myndunum heldur bara í sínum fötum. Við vorum læst inni í litlu herbergi með hvítum rimlum fyrir gluggunum og flögnuðu veggfóðri, samt svona að reyna að hafa þetta cosý. Ég verð nú bara að segja að hann pabbi leit bara ágætlega út og það róaði mitt litla hjarta þar sem að ég hafði nú þó nokkrar áhyggjur af kallinum. Við spjölluðum um daginn og veginn, pabbi gaf mér svona inside scoop í líf fangans....og slúðrið, það er víst voðalega slúðrað í fangelsi, þetta er svona hverjir gerðu hvað og hvern þeir þekktu dæmi...Pabbi er kominn í hlutverk einhvers konar ráðgjafa þarna þar sem að allir ungu strákarnir sem hafa svoldid verið að snorta og sprauta leita víst í hann. Pabbi er fúll yfir því að fá ekki ferska ávexti og skyr, það er nú ekki það sem ég hafði haldið að maður væri fúll yfir ef maður væri í fangelsi en það er nú víst alltaf litlu hlutirnir sem telja...Hann sagði að lífið væri frekar mikil rútína, borða, kíkja út, lesa, borða, horfa á sjónvarpið og sofa. Ég get bara ekki ímyndað mér þetta líf. Ég skal alveg játa að þegar ég labbaði framhjá fangelsinu á föstudagsmorgun eftir vinnu kom mér alveg í hug að öskra og æpa bara til að athuga hvort hann heyrði í mér....en ég gerði það ekki. Nú er bara að bíða og vona að hann komist inn á Kvíabryggju...u live u learn...Pabbi reyndi að vera fyndinn við fangaverðina og stinga upp á bæjarferð þar sem þeir (fangarnir) væru allir í bandi eins og í leikskóla og myndu fara að labba um Laugaveginn og svo á kaffihús, fangavörðnum fannst þetta ekki fyndið, þeim var ekki skemmt. Pabbi segir samt að þeir séu voðalega indælir og fínir...hmmmm.....Mamma keypti handa honum nýtt sjónvarp og ég kom með blöð fyrir hann þannig að hann ætti að hafa eitthvað fyrir stafni á næstunni.
Ég var að spá í að bjóða litlu systur minni í bíó á Harry Potter 4 í vikunni...
Ég er að fara núna heim til Samma og Rolla að elda humar og kjúlla fyrir strákana og Sollu, svaka gaman það. Það eru líka einhverjar pælingar um Apóteks staffadjamm á miðvikudaginn....fín vika frammundan :)
Sat í dag í sólinni með Önnu Kristínu og Örnu og fullt af fólki...ég held að ég hafi náð smá lit...Anna ræsti okkur snemma í morgun til að fara í sund....Í gær sko eftir vinnu var ég og Anna Rakel í ruglinu og krotuðum framan í einhvern dauðan gaur með svaka túss og það var heavy fyndið, það er ekkert mál að ná honum af sér þannig að ég er ekki eins vond og það hljómar. Sól sól skín á mig.....
Ég verð víst að fara að elda..er samt eitthvað ferlega þreytt...
ciao for now
:*

Engin ummæli: